Br˙­artertur

Í handverksbakaríi okkar í Veislunni sérhæfa bakarameistararnir sig í tertum, brauðum og eftirréttum ásamt öðrum sætindum.  Þeir leggja mikinn metnað í brúðarterturnar varðandi bragð, útlit og gæði og eru margar gerðir af glæsilegum brúðartertum sem verðandi brúðarhjón geta valið úr.
 
Sumir vilja hafa brúðartertuna sína “öðruvísi” en venjulega, þ.e. koma sjálfir með uppáhalds uppskriftina sína og vilja hafa öðruvísi útlit og erum við hér í Veislunni  reiðubúin til að koma til móts við sem flestar óskir viðskiptavina og viljum geta veitt heildarlausn í veisluna þína.

Dæmi um vinsælustu brúðarterturnar okkar

Tveggjalaga ástarjátning
Súkkulaðibotn, súkkulaðimús með bláberjum, hvít súkkulaðimús með kókos og passion, hjúpuð með hvítum brúðarmassa eða súkkulaði ganache.
 
Sumarsæla
Súkkulaðibotn með skógarberja-og mangó súkkulaðimús. Hjúpuð með hvítum brúðarmassa eða ganache.
 
Ferskur ástardraumur
Svampbotn, jarðaberjasulta, ástaraldinfrómas, súkkulaðibitar og ferskjur.  Hjúpuð með marsipani eða hvítum brúðarmassa.

 

Verð per mann kr 980,-

Til baka