Veislusalur

Veislan leigir út fallegan sal Félagsheimilis Seltjarnarness, til veisluhalda og funda, alla daga vikunnar.
 
Góð staðsetning, smekklegt útlit
Salurinn er á Suðurströnd, Seltjarnarnesi. Salurinn er á jarðhæð, gengið beint inn af götunni (sérinngangur). Greið aðkoma er fyrir fatlaða.
Anddyrið er stórt, gólfið er flísalagt.
 
Aðbúnaður
Rúmgott fatahengi, 2 snyrtiherbergi á jarðhæð og mörg salerni í kjallara, stór flottur bar. Salurinn tekur 220 manns í sæti.
Dansgólf er parketlagt, glæsilegt stórt svið með leiktjöldum og ljósum, píanó og hljóðkerfi fyrir talað mál (ráðstefnur og fundi) eru í salnum.
 
Skreytingar skapa stemningu
Heimilt er að skreyta salinn fyrir tilefnið hverju sinni.
 
Vínföng og skemmtanaleyfi
Veislan hefur vínveitingaleyfi og selur borðvín og veitingar á bar gegn vægu gjaldi.
Hægt er að semja um aðra tilhögun vínveitinga.
 
Þjónustufólk
Veislan leggur til þjónustufólk í sal, barþjóna, dyraverði og matreiðslumenn eftir þörfum og umfangi veislunnar. Sé um fundi/ráðstefnur að ræða er starfsfólk í lágmarki.
 
Skoðaðu salinn
Þegar vanda skal til veislu, þarf að vanda undirbúninginn. Pantaðu tíma til að skoða salinn og leggja á ráðin um skipulag veislunnar í salnum.
Hafðu endilega samband í síma 561-2031