Hefur verið starfrækt í 16 ár en vegna aukinnar eftirspurnar á tertum og nýbökuðu brauði var útbúið bakarí í Veislunni, Ísak Þórður Runólfsson bakari og eigandi Veislunnar hefur starfað í bakaríinu frá upphafi. Þar eru framleiddar allar tegundir af tertum, kökum, brauði, sætabrauði og eftirréttum. Vinsælt er að kaupa hlaðborð sem er blanda af tertum og brauðmeti. Algengt er að fólk sérpanti tertur og hafi mismunandi óskir og reynt er eftir fremsta megni að koma til móts við þær. Bakaríið er handverksbakarí þar sem allt er bakað eftir pöntunum viðskiptavina.