Hefur verið starfrækt síðan 1988 en Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir stofnaði smurbrauðsdeildina ásamt Brynjari Eymundssyni. Hún lærði smurbrauð í Herning matreiðsluskólanum en þar er smurbrauðsnám, verknámið nam hún á Imperial og kom í Veisluna með alla þá þekkingu sem hún og Brynjar þróuðu svo saman.
Smurbrauðsdeildin hefur á að skipa frábæru og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Ávallt hefur verið lagt upp úr fyrsta flokks hráefni og því að útbúa snittur sem bera af í bragði og útliti en kaffisnittur, brauðtertur og heilar og hálfar brauðsneiðar Veislunnar eru alltaf jafn bragðgóðar og fallegar. Á síðustu árum hafa ýmsar útfærslur af tapassnittum einnig orðið vinsælar, en hluti af starfi smurbrauðsdeildarinnar er að þróa og útbúa nýjar tegundir af flottum og bragðgóðum snittum.
Það hefur aukist mikið að viðskiptavinir panti margar tegundir af samlokum en allt brauðið í tapassnitturnar og samlokurnar er bakað í handverksbakarí Veislunnar. Viðskiptavinurinn getur ávallt komið með sínar séróskir og reynt er eftir fremsta megni að uppfylla þær.