Við erum alltaf til taks þegar á þarf að halda

Veislan er alhliða veisluþjónusta, stofnuð 1988, og býður upp á fyrsta flokks mat og heildarlausn í veisluna þína ásamt persónulegri þjónustu.

Starfsfólk Veislunnar er ávallt reiðubúið til þess að gefa þér góð ráð við undirbúning veislunnar.
Veislan hefur á að skipa úrvals starfsfólki á öllum sviðum, svo sem matreiðslumenn, bakara, smurbrauðsdömur, sölufulltrúa og þjóna.
Einnig bjóðum við upp á borðbúnað með veislum frá okkur.
Við komum með veitingarnar á veisluborðið þitt, fallega fram settar, þegar þér hentar og hvert sem er.

Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari stofnaði eldhús Veislunnar 1988. Eldhúsið okkar býr að mikilli reynslu og þekkingu í matargerð og þar er lögð höfuð áhersla á að nota einungis úrvals hráefni.

Smurbrauðsdeildin hefur verið starfrækt síðan 1988 en Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir stofnaði smurbrauðsdeildina ásamt Brynjari Eymundssyni.  Hún lærði smurbrauð í Herning matreiðsluskólanum en þar er smurbrauðsnám, verknámið nam hún á Imperial og kom í Veisluna með alla þá þekkingu sem hún og Brynjar þróuðu svo saman.  

Smurbrauðsdeildin hefur á að skipa frábæru og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Ávallt hefur verið lagt upp úr fyrsta flokks hráefni og því að útbúa snittur sem bera af í bragði og útliti en kaffisnittur, brauðtertur og heilar og hálfar brauðsneiðar Veislunnar eru alltaf jafn bragðgóðar og fallegar.  
Á síðustu árum hafa ýmsar útfærslur af tapassnittum einnig orðið vinsælar, en hluti af starfi smurbrauðsdeildarinnar er að þróa og útbúa nýjar tegundir af flottum og bragðgóðum snittum.  

 

Opnunartími skrifstofunar er 09:00 til 15:00 alla virka daga.

Ef erindið er brýnt er hægt að ná í okkur utan opnunartíma í aðalnúmeri okkar.